Í desember sýndi Iðnaðarmannaleikhúsið sitt fyrsta verk, Ástverk ehf. Verkið var sýnt fjórum sinnum í Hafnafjarðarleikhúsinu og skemmti fólk sér konunglega. Gagnrýni og dómar voru jákvæðir og vegna fjölda áskorana ákváðum við að fara með Iðnaðarmannaleikhúsið á flakk.
Á þessu bloggi er hægt að sjá hvar og hvenær við sýnum næst, lesa gagnrýni sem okkur hefur borist og fá grófa hugmynd um hvernig hlutirnir vinna sig.
Næst á dagskrá: Í febrúar skiljum við bindinu og straujuðu skyrtunni eftir heima. Þá verður Ástverk ehf. sýnt á öldurhúsum í mismunandi hverfum bæjarins. Staðir og stundir koma fljótlega en þetta er alveg nýtt fyrir íslenskt leikhús og spennandi uppátæki þar á ferð!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment