Sunday, January 18, 2009

Ástverk ehf. á barnum!

Nú verður hægt að sjá Ástverk ehf. á börum bæjarins alla fimmtudaga í febrúar! Iðnaðarmannaleikhúsið fékk góðar viðtökur hjá kráareigendum sem höfðu aldrei bókað leiksýningu í fullri lengd áður. Miðapantanir eru í síma 867-0927 og miðaverð eru hrapandi 1900 kr, sem þið borgið við innganginn. Sjáumst!

Staður og stund:

1. Fimmtudaginn 05. febrúar: Ölver kl. 20.00

2. Fimmtudaginn 12. febrúar: Players kl. 20.00

3. Fimmtudaginn 19. febrúar: Péturs pöbb kl. 20.00

4. Fimmtudaginn 26. febrúar: Hressó kl. 20.00

Thursday, January 15, 2009

Nei detti mér nú allar dauðar..

Heldurðu að maður hafi ekki gúgglað "Ástverk ehf." og fundið 2,020 síður þar sem Ástverk ehf. kemur fyrir!
Ja, ef maður fengi evru fyrir hvert skipti sem einhver skrifaði Ástverk..

Hérna eru brot frá netheimum:

"Ástverk kom líka skemmtilega á óvart." - Hreindisylva á huga.is

"Þetta er mjög fyndin sýning, og ég spái því að þeir 4 aðilar sem komu að sýningunni eigi eftir að gera góða hluti í framtíðinni. (En Palli má nú alveg eiga það að hann hefur þegar gert góða hluti í langan tíma)." - Snæbjörn Brynjarsson á blogg.visir.is/snaebjorn

"what does it mean?" - Paul Beard á Event-spjallborði á Facebook.com

Svona getur tæknin verið stórkostleg.

Monday, January 12, 2009

Ástverk fer á flakk!

Í desember sýndi Iðnaðarmannaleikhúsið sitt fyrsta verk, Ástverk ehf. Verkið var sýnt fjórum sinnum í Hafnafjarðarleikhúsinu og skemmti fólk sér konunglega. Gagnrýni og dómar voru jákvæðir og vegna fjölda áskorana ákváðum við að fara með Iðnaðarmannaleikhúsið á flakk.
Á þessu bloggi er hægt að sjá hvar og hvenær við sýnum næst, lesa gagnrýni sem okkur hefur borist og fá grófa hugmynd um hvernig hlutirnir vinna sig.

Næst á dagskrá: Í febrúar skiljum við bindinu og straujuðu skyrtunni eftir heima. Þá verður Ástverk ehf. sýnt á öldurhúsum í mismunandi hverfum bæjarins. Staðir og stundir koma fljótlega en þetta er alveg nýtt fyrir íslenskt leikhús og spennandi uppátæki þar á ferð!